Mynduðu brot 176 ökumanna á Hringbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við hraðamælingar á tveimur stöðum á …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við hraðamælingar á tveimur stöðum á Hringbraut í Reykjavík í vikunni. Á tveimur klukkustundum reyndust 176 ökumenn aka of hratt. mbl.is/Árni Sæberg

176 ökumenn sem lögreglan fylgdist með á Hringbraut á tveggja daga tímabili í vikunni reyndust aka of hratt. Um er að ræða vegkafla á milli Sæmundargötu og Ánanausta þar sem hámarkshraði var í vor lækkaður úr 50 km/klst í 40 km/klst í kjölfar þess að ekið var á barn á Hring­braut við gatna­mót­in við Meist­ara­velli í janú­ar. 

Alls fóru 1077 ökutæki þessa aksturleið á meðan hraðamæling lögreglu stóð yfir og reyndust 176 brotlegir. Fyrri daginn var meðalhraði hinna brotlegu 54 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 67. Í gær mældist meðalhraði hinna brotlegu 53 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 64 km/klst.

Brothlutfallið reyndist 16% og er nú er nokkru hærra en við fyrri hraðamælingar á þessum vegkafla þegar leyfður hámarkshraði var 50, en þá var það 5 - 8%, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögreglan mun áfram verða við umferðareftirlit á þessum sem öðrum stöðum í umdæminu.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert