Helmingur með meira en 632.000 í laun

Helmingur landsmanna er með meira en 632 þúsund krónur í …
Helmingur landsmanna er með meira en 632 þúsund krónur í laun á mánuði. mbl.is/Golli

Miðgildi heildarlauna Íslendinga eru 632 þúsund krónur. Það þýðir að helmingur landsmanna fær meira en það í laun á hverjum mánuði en hinn helmingurinn minna. Að meðaltali fær fullvinnandi launamaður 721 þúsund krónur á mánuði.

Þetta eru tölur frá Hagstofunni um laun Íslendinga 2018. Það skiptir máli hvar menn vinna. Launamenn hjá ríkinu fá að meðaltali hæst laun: 818 þúsund krónur á mánuði. Sveitarfélagsstarfsmenn eru hins vegar verst settir, þeir fá að meðaltali 593 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaun á almennum vinnumarkaði eru þarna á milli, meðaltalið 729 þúsund krónur.

Aðeins 5,5% starfsmanna hjá almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu var með meira en 1,4 milljón á mánuði. Óverulegur hluti sveitarfélagsstarfsmanna hafði slík laun. Í heilbrigðisþjónustu eru 20% launamanna með yfir milljón á mánuði.

Í ár eru í fyrsta sinn tekin saman laun í rekstri gististaða og veitingarekstri. Þar voru heildarlaun að meðaltali 504 þúsund krónur. Tæplega 60% fullvinnandi starfsmanna þar voru með minna en 400.000 krónur í laun. En það eru grunnlaun og við það bætist yfirvinna, sem er mikil í þessum bransa. Greiddar stundir að meðaltali voru 183,6.

Eins og sést eru grunnlaunin lág í ferðaþjónustu en heildarlaunin, …
Eins og sést eru grunnlaunin lág í ferðaþjónustu en heildarlaunin, þar sem yfirvinnan er komin inn, eru hjá mörgum um 450-500 þúsund og hjá svipað mörgum 550-600 þúsund. Skjáskot/Hagstofan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert