Umsóknum um drónaflug fjölgað

Drónar eru bannaðir í Vatnajökulsþjóðgarði.
Drónar eru bannaðir í Vatnajökulsþjóðgarði. mbl.is/Björn Jóhann

Umsóknum um drónamyndatökur á friðlýstum svæðum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun. M.a. var sótt um slíkt leyfi vegna jarðfræðileiðangurs til Surtseyjar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær.

Ekki er blátt bann við drónamyndatökum á friðlýstum svæðum, en reglur um þetta er aftur á móti að finna í stjórnunar- og verndaráætlunum og reglugerð Samgöngustofu.

„Þetta er gjarnan háð leyfi og svo förum við alltaf mjög varlega yfir varptímann ef það er fuglalíf á svæðinu. Þar sem mikið er um gestakomur hagi menn myndatökum með dróna þannig að það sé að morgni eða mjög seint og trufli gesti sem njóti svæðisins sem minnst,“ segir Sigrún, en svæði á borð við Surtsey eru þó í sérflokki. Þangað fer enginn án þess að hafa til þess skriflegt leyfi Umhverfsisstofnunar.

Almennt eru friðlýsingarskilmálar býsna fjölbreyttir. „Svæðin eru um 115 talsins og fjölbreytileikinn er talsverður. Surtsey og Gullfoss eru til dæmis gjörólík svæði. Við viljum að margt fólk heimsæki Gullfoss og fari þangað þegar því sýnist. Við viljum búa til góða aðstöðu þar fyrir fólk til að njóta fossins, en við viljum aftur á móti helst ekki að neinn fari út í Surtsey,“ segir Sigrún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert