Týr sækir tug tonna af rusli

Ýmsu skolar á land.
Ýmsu skolar á land. Ljósmynd/Aðsend

Varðskipið Týr siglir til Hornstranda um helgina til að hirða rusl sem fé­lagið Hreinni Hornstrand­ir safnaði saman fyrr í sumar. Hópur sjálfboðaliða hefur á síðustu árum unnið að því að hreinsa Hornstrandir og safna saman rusli og drasli sem hefur skolað þar á land. Þetta er í þriðja sinn sem varðskipið hirðir upp ruslið eftir tiltektina og kemur í viðurkennda endurvinnslu. 

Á föstudaginn siglir varðskipið Týr til Ísafjarðar og sækir þar sjálfboðaliðana og fer með þá til Barðsvíkur. Á sunnudaginn er siglt aftur með fólkið til Ísafjarðar og ruslinu komið á viðeigandi stað. Í ár söfnuðust tæp 10 tonn af rusli. 

Sjáflboðaliðarnir að stöfum í Bolungarvík í fyrra.
Sjáflboðaliðarnir að stöfum í Bolungarvík í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
Varðskipið Týr sækir rusl á Hornstrandir um helgina.
Varðskipið Týr sækir rusl á Hornstrandir um helgina. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert