Í þrjú útköll á sólarhring

Gísli Jóns á leið til Atlavíkur síðdegis í dag.
Gísli Jóns á leið til Atlavíkur síðdegis í dag. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Útkall barst vegna drengs sem hafði hlotið brunasár við Látra í Aðalvík á Hornströndum klukkan 16 í dag og fóru björgunarskip frá Ísafirði og Bolungarvík af stað með björgunarfólk og sjúkraflutningamenn.

Fyrri bátur á vettvang kom frá Bolungarvík og gátu sjúkraflutningamenn hlúð að drengnum. Stuttu síðar kom björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði, en hann var þá að sinna sínu þriðja útkalli á innan við sólarhring. Gísli Jóns flutti drenginn til Ísafjarðar ásamt aðstandanda og komu þau í höfn nú klukkan sjö.

Gísli Jóns fór í tvö útköll í gær, annað vegna bilunar í stýrisbúnaði línubáts um kvöldmatarleytið og um miðnætti fór hann út að skemmtiferðaskipi vegna slasaðs farþega. Varðskipið Týr náði þó að leysa verkefnið og sneri Gísli Jóns við þegar hann var hálfnaður á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert