Kæra náttúruspjöll til lögreglu

Ljósmynd af slóð eftir hjólreiðar á Grænahrygg.
Ljósmynd af slóð eftir hjólreiðar á Grænahrygg. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfisstofnun hefur nú kært náttúruspjöll sem urðu á Grænahrygg í Sveinsgili að Fjallabaki um síðustu mánaðamót, til lögreglunar á Suðurlandi. 

Þetta staðfesti Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun í samtali við mbl.is. Segir hann það nú falla í hlut lögreglu að rannsaka málið nánar. 

Utanvegahjólreiðar skildu eftir sig slóð á Grænahrygg, sem þykir einstök náttúruperla á heimsvísu, þegar þeir hjóluðu niður hrygginn. Landverðir könnuðu í kjölfarið umfang skemmdanna og kom þá í ljós að þær voru víðar að Fjallabaki en á Grænahrygg. 

Þá hafa aðilarn­ir sem um var að ræða beðist af­sök­un­ar á at­hæfinu. Sögðu þeir að um hugs­un­ar­leysi hafi verið að ræða.

Í kjölfar skýrslu landvarða segir Ólafur Umhverfisstofnun svo hafa séð tilefni til þess að kæra náttúruspjöllin, en sérstakar reglur gilda um náttúruspjöll í friðlandi. 

Sjá má Grænahrygg fyrir miðju myndarinnar.
Sjá má Grænahrygg fyrir miðju myndarinnar. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert