Rignir víða í nótt

Það verður úrkoma í vikunni.
Það verður úrkoma í vikunni. mbl.is/​Hari

Rigning er fram undan víða í nótt en þó síst með norðurströndinni. Áttin verður austlæg yfirleitt 5-10 m/s. Dregur úr úrkomu um vestanvert landið í fyrramálið en aftur rigning eða skúrir þar síðdegis. Hiti 10 til 18 stig og verður hlýjast norðaustanlands, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands

Í vikunni verður rigning, skúrir, súld eða rigning en mismikið þó eftir landshlutum. Minnsta úrkoman ætti að vera fyrir norðan en heldur meiri rigning verður á Suður- og Austurlandi. Hitinn verður á bilinu 10-18 stig. Oftast verður hæg austanátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert