Á 139 km hraða á Sæbraut

Ekið eftir Sæbrautinni. Brot 170 ökumanna voru mynduð á fimm …
Ekið eftir Sæbrautinni. Brot 170 ökumanna voru mynduð á fimm daga tímabili, en þá óku alls 22.572 ökutæki fram hjá myndavél lögreglu. mbl.is/Eggert

Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg.

Á fimm sólarhringum fóru 22.572 ökutæki þessa leið og því voru það hlutfallslega fáir sem óku of hratt, eða yfir hinum svokallaða afskiptahraða.

Meðalhraði þeirra brotlegu var 84 km/klst., en 60 kílómetra hámarkshraði er á þessu svæði. Sá sem hraðast ók mældist á 139 kílómetra hraða, rúmlega tvöföldum hámarkshraða.

Þá var tíu ökutækjum ekið gegn rauðu ljósi á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert