Veist að þremur múslimakonum

Kvartað var yfir áreiti og ógnun frá betlara í Árbænum …
Kvartað var yfir áreiti og ógnun frá betlara í Árbænum á sjötta tímanum í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Kvartað var yfir áreiti og ógnun frá betlara í Árbænum á sjötta tímanum í gærkvöldi, en sá brást illa við þegar hann var hunsaður. Honum var vísað burt af lögreglu.

Þá óskaði starfsfólk matvöruverslunar í Háaleitis- og Bústaðahverfi aðstoðar á sjöunda tímanum í gær vegna hóps fólks, líklega mótmælenda, sem voru með læti og gáfu frá sér ýmis dýrahljóð. Ekki kom til afskipta lögreglu þar sem fólkið yfirgaf verslunina fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert