Áhyggjur af stöðunni

Herdís Storgaard.
Herdís Storgaard. Ómar Óskarsson

Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað.

Fimm tilfelli hafa verið tilkynnt á síðustu tveimur árum en níu tilfelli voru tilkynnt frá 1991 fram að þeim tíma. Herdís segir marga framleiðendur meðvitaða um hættu sem stafar af hlutum sem lokað geta öndunarvegi barna. M.a. séu nú göt á snuðum svo börn fái loft ef þau stinga öllu snuðinu upp í sig.

Herdís er mjög ósátt við stöðu mála viðvíkjandi slysavörnum barna. Að hennar sögn er enginn sérstakur starfsmaður hjá Landlækni sem sér um þau mál þrátt fyrir að fjármagn sem áður fór í slysavarnir barna hafi verið flutt til embættisins. Herdís vinnur sjálfboðavinnu hjá Miðstöð slysavarna barna en Sjóvá og IKEA á Íslandi sjá um annan rekstrarkostnað. Launuð verkefni sem hún vinnur erlendis gera henni kleift að halda áfram sjálfboðastörfum á Íslandi. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Herdís margt hafa áunnist í slysavörnum barna en halda þurfi áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert