Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

Slökkviliðið var kallað út vegna bruna í tveimur heimahúsum í …
Slökkviliðið var kallað út vegna bruna í tveimur heimahúsum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi þar sem pottur hafði gleymst á hellu eldavélar. Rétt eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Minniháttar tjón varð en reykræsta þurfti vel á báðum stöðum.

Slökkviliðið beinir þeim tilmælum til fólks að hafa hugann við eldamennskuna og hafa hreint í kringum eldavélina. Ekki er gott að hafa eitthvað dót í kringum hana ef til dæmis litlir puttar laumast í takkana og snúa þeim.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert