Hellisheiði lokuð í fyrramálið

Um 9 km vegkafli á Hellsiheiði verður malbikaður á morgun.
Um 9 km vegkafli á Hellsiheiði verður malbikaður á morgun. Ljósmynd/Aðsend

Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Þeirri umferð verður beint um Þrengslaveg. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Reiknað er með að framkvæmdir standi einnig yfir á föstudag. 

Malbikað verður frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku um 9 kílómetra langan vegkafla. 

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Vegfarendur geta einnig fylgst með á vef Vegagerðarinnar. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert