Óku á og stungu af

Í síðara tilvikinu var bifreið ekið á aðra bifreið og …
Í síðara tilvikinu var bifreið ekið á aðra bifreið og á ljósastaur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að í fyrra tilvikinu hafi bifreið verið ekið utan í aðra á hringtorgi.

Ökumaðurinn var handtekinn heima hjá sér og er grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Í síðara tilvikinu var bifreið ekið á aðra bifreið og á ljósastaur. Sá tjónvaldur var einnig handtekinn heima hjá sér, grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Hann var látinn laus að rannsókn lokinni.

Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í heimahúsi í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt. Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert