Talar við tunglfara í sjónvarpsmynd

Örlygur Hnefill Örlygsson fyrir utan Könnunarsafnið, en þar er mynd …
Örlygur Hnefill Örlygsson fyrir utan Könnunarsafnið, en þar er mynd úr æfingaferðum tunglfaranna til Íslands áberandi á húsveggnum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Eftir að hafa lifað og hrærst í geimferðasögunni síðustu ár og kynnst nokkrum af þeim mönnum sem fóru til tunglsins á sínum tíma geri ég mér sífellt betur ljóst hve stórt hlutverk Ísland hafði í þessu ævintýri,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson á Húsavík.

Nyrðra starfrækir hann KönnunarsafniðThe Exploration Museum – þar sem sögu geimferða og landkönnunar eru gerð skil.

Um þessar mundir er hálf öld liðin frá ferð Apollo 11 til tunglsins, þegar Neil Armstong og Buzz Aldrin stigu þar niður fæti fyrstir manna. Það var 20. júlí 1969. Þann sama mánaðardag nú, það er næstkomandi laugardagskvöld, verður í Bíó Paradís frumsýnd heimildarmyndin Af jörðu ertu kominn sem Örlygur vann með Rafnari Orra Gunnarssyni leikstjóra. Tónlist í myndinni er eftir Andra Frey Arnarsson og Óskar Andra Ólafsson.

Myndin, sem er 45 mínútna löng, verður sýnd í bíói og á RÚV á sama tíma og fjallar um tunglið í bókmenntum og sögum svo og ferðir manna þangað, en í aðdraganda þess komu geimfaraefnin í æfingaferðir til Íslands. Það var 1965 og 1967 og voru væntanlegir tunglfarar þá í Dyngjufjöllum. Skiluðu rannsóknirnar þar mikilvægri þekkingu sem nýttist vel á tunglinu, eins og segir frá í myndinni sem fer til sýninga víða erlendis á næstunni.

Sjá viðtal við Örlyg Hnefil í  heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert