Vigfús áfram í varðhaldi

Frá Kirkjuvegi á Selfossi, þar sem bruninn kom upp í …
Frá Kirkjuvegi á Selfossi, þar sem bruninn kom upp í lok október á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út.

Tvær manneskjur létust í brunanum og var Vigfúsi gert að greiða aðstand­end­um hinna látnu á þriðja tug millj­óna í miska­bæt­ur vegna máls­ins, auk þess sem hann ber all­an sak­ar­kostnað í mál­inu.

Sama dag og dómur var kveðinn upp, 9. júlí, lagði fulltrúi ákæruvaldsins fram kröfu um áðurnefnda framlengingu gæsluvarðhalds. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfuna en þó ekki lengur en til 17. september.

Verjandi Vigfúsar kærði úrskurðinn til Landsréttar, sem hefur nú staðfest hann.

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, sak­sókn­ari í mál­inu, sagði í mál­flutn­ingi sín­um í júní­mánuði að hæfi­leg refs­ing Vig­fús­ar vegna máls­ins væri allt að átján ára fang­elsi, en dóm­ur Héraðsdóms Suður­lands hljóðar upp á fimm ár, eins og áður segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert