Eiga svefnstað á Laugarnestanga

Föt í fjörukambi í Laugarnesi þar sem fólk liggur gjarnan …
Föt í fjörukambi í Laugarnesi þar sem fólk liggur gjarnan við á næturnar. mbl.is/Árni Sæberg

Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey.

Reynt er eftir föngum að koma til móts við þennan hóp en hann er gjarnan í alvarlegum vímuvanda og þarfnast stuðnings, að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, sviðstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

„Við erum með vettvangshóp; átta manns á okkar vegum sinna þeim sem eiga í vanda og eru að fóta sig í búsetu eða eru á götunni,“ segir Regína í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hve margt þetta fólk er nú. Í byrjun árs 2017 höfðust, skv. úttekt, 76 manns við á götunni, 118 voru í gistiskýlum, 153 kváðust búa við ótryggar aðstæður og 58 hafði verið tryggð búseta til lengri tíma. Ljóst er þó að tölurnar hafa breyst síðan fyrrgreint manntal var tekið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert