Skúta strand í Skerjafirði

Skútan er staðsett um eina sjómílu utan við Álftanes. Björgunarsveitir …
Skútan er staðsett um eina sjómílu utan við Álftanes. Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi freista þess að koma í hana línu. Ljósmynd/Aðsend

Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði.

Erfiðlega gekk að staðsetja skútuna í fyrstu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg, en um hálftólfleytið sást til skútunnar og um klukkan tólf voru björgunarbátar komnir að henni og freista þess nú að koma línu í hana.

Skútan er staðsett um eina sjómílu utan við Álftanes og ekkert er vitað um skemmdir á henni að svö stöddu.

Björgunarbáturinn Stefnir, af gerðinni Leiftur 1100, var sendur á strandstaðinn. …
Björgunarbáturinn Stefnir, af gerðinni Leiftur 1100, var sendur á strandstaðinn. Báturinn er úr smiðju Rafnar ehf. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert