Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

Ungmenni fjærlægðu töluvert magn af rusli úr Landeyjafjöru
Ungmenni fjærlægðu töluvert magn af rusli úr Landeyjafjöru Ljósmynd/Vinnuskóli Rangárþings eystra

Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur.

„Það er ótrúlega mikið af rusli sem kemur þarna. Fullt af plasti og svo var líka mikið af köðlum og netum,“ segir Snædís Sól Böðvarsdóttir, einn þriggja flokksstjóra sem tóku þátt í verkefninu, en auk þeirra voru með í för 31 ungmenni og einn starfsmaður áhaldahúss á dráttarvél með gám.

Bjuggust ekki við svona miklu

„Við tíndum í hrúgur og svo voru tveir og tveir sem tíndu í skófluna á traktornum. Þegar skóflan var orðin full var keyrt með ruslið í gám og svo aftur til baka,“ segir Snædís. Segir hún hópinn ekki hafa búist við að svo mikið af rusli væri að finna í fjörunni en nákvæmlega 2.649 kíló lentu í gámnum þennan vinnudag frá því flokkurinn kom í fjöruna um tíuleytið og þar til hann fór rétt fyrir fjögur. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Snædís að ýmislegt undarlegt hafi fundist í fjörunni, til dæmis hafi þar fundist sjónvarp og fjölmargir einstæðir skór.

Sjá viðtal við Snædísi Sól í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert