Leikhúsið svar við vondum þáttum

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri.
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Árni Sæberg

„Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið. 

„Þú færð í leikhúsinu dýpri og hreinni skilning á hlutskipti mannsins. Bíómyndir eru allt öðruvísi og verka allt öðruvísi á mann.

Ég held að leikhúsið hafi mjög mikilvægum skyldum að gegna í dag. Það er eins og samfélagsmiðlar dragi fram í okkur vonda þætti, sem eru dómharka og skortur á umburðarlyndi og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra, og það sé enginn miðill annar en leikhúsið sem geti betur svarað þessu. Ég hef trú á að leikhúsið hafi nær helgan tilgang.“

Stendur við sínar ákvarðanir

Undanfarið hefur Ari sætt gagnrýni í starfi sínu sem Þjóðleikhússtjóri og hefur ástandi innan leikhússins verið lýst sem viðkvæmu.

„Ég virði og skil þá gagnrýni sem ég hef fengið á mig,“ segir Ari. „Þjóðleikhússtjóri þarf oft að taka ákvarðanir sem varða starfsframa listamanna og þeir eðlilega taka það nærri sér. Ég auðvitað hef alltaf reynt að taka þær ákvarðanir á málefnalegan hátt og eins vel og hægt er og stend alveg við þær þótt ég skilji að það séu ekki allir fullkomlega sáttir við það.“

Nánar er rætt við Ara í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert