Líkamsárás kærð í Eyjum

mbl.is/Eggert

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir árásarmanninn sem var eitthvað ósáttur við annan mann hafa slegið þann síðarnefnda í andlitið þannig að tönn losnaði.

Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu. Skýrsla var svo tekin af honum eftir að víman rann af honum og er málið nú í rannsókn.

Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs um helgina, en hann mældist á 70 km hraða á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst. Þrír ökumenn fengu síðan sekt fyrir að leggja bílum sínum ólöglega, einn fyrir að sleppa því að nota bílbeltið  og tveir fyrir að aka bíl próflausir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert