Skaði slíti Filippseyjar stjórnmálasambandi

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir framgöngu Íslands í málinu byggja …
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir framgöngu Íslands í málinu byggja á veikum grunni. Ljósmynd/Aðsend

Það yrði skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við landið. Afleiðingarnar gætu orðið margvíslegar og undirstrika að meiriháttar rof hefði átt sér stað í samskiptum þjóðanna. Slíkt er ekki gott fyrir litla þjóð eins og Ísland á alþjóðavettvangi, segir Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í aðsendri greiní Morgunblaðinu í morgun.

Segir Birgir óvissu ríkja um ferðir Íslendinga til Filippseyja og áhrif á samfélag Filippseyinga á Íslandi ef slitnaði upp úr stjórnmálasambandi ríkjanna. 

„Á Alþingi gagnrýndi ég framgöngu utanríkisráðherra í málefnum Filippseyja þegar skýrsla ráðherra var rædd. Hvatti ég til þess að Ísland færi varlega í öllum yfirlýsingum og ályktunum um málið, margt væri óljóst, upplýsingar misvísandi og í sumum tilfellum falskar. Utanríkisráðherra ætti að kynna sér málið af eigin raun og mótmæla aftökum án dóms og laga í viðræðum við ráðamenn á Filippseyjum. Auk þess gat ég þess að forseti Filippseyja væri mjög vinsæll í heimalandinu, en 80% landsmanna styðja hann í baráttunni gegn glæpagengjum fíkniefnanna þar í landi,“ segir Birgir í grein sinni.

Framganga Íslands í málinu sé byggð á veikum grunni og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri þess glögg merki að hafa verið illa undirbúin. „Ef hugmyndin með setu Íslands í mannréttindaráðinu er sú að við hlutumst til um innanríkismál erlendra ríkja væri þá ekki nærtækara að við snerum okkur t.d. að Spáni, bandalagsþjóð í NATÓ, samstarfsþjóð í EES og aðildarþjóð í Evrópuráðinu og Mannréttindadómstólnum?“ spyr hann og segir menn þar í landi vera fangelsaðir fyrir stjórnmálaskoðanir að fyrirlagi hæstaréttar landsins og eigi því engar varnir í dómskerfinu. 

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert