Eintómar klisjur á Borgarfirði

Fjölmenni er á Bræðslunni.
Fjölmenni er á Bræðslunni. mbl.is/Arnar

„Það er erfitt að tala um Bræðsluna öðruvísi en í klisjum,“ segir Magni Ásgeirsson, einn forsprakki tónlistarhátíðarinnar í samtali við mbl.is. Hátíðarhöld hafi gengið „algjörlega frábærlega“. Bræðslan er nú haldin í fimmtánda sinn á Borgarfirði eystri og voru Dúkkulísurnar, band númer tvö í röðinni, í þann mund að koma sér fyrir á sviðinu þegar blaðamaður náði tali af Magna.

Hann segir Bræðsluna sennilega vera þá tónlistarhátíð sem minnsta umfjöllun fær á Íslandi, en það skýrist af því að þau 14 skipti sem hátíðin hefur verið haldin hafi aldrei komið upp nein alvarleg mál, sem stundum varpa skugga á hátíðarhöld. Vonar hann að engin breyting verði á því í kvöld.

Uppselt er á Bræðsluna og seldir miðar 900, en fulltrúi mbl.is á vettvangi telur að um 3.000 manns séu í bænum. Hljómsveitin Dr Spock reið á vaðið klukkan 19:45 en meðal annarra listamanna sem koma fram í kvöld eru GDRN, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Jónas Sigurðsson.

mbl.is/Arnar
Gamla síldarbræðslan sem hýsir nú tónlistarhátíð.
Gamla síldarbræðslan sem hýsir nú tónlistarhátíð. mbl.is/Arnar
mbl.is/Arnar
mbl.is/Arnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert