200 blésu á Borgarfirði

Tónleikarnir eru haldnir í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði.
Tónleikarnir eru haldnir í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði. Ljósmynd/Mikael Breki Nesman

200 ökumenn á Borgarfirði eystra blésu í áfengismæla lögreglunnar á Egilsstöðum, sem þangað var mætt til að fylgjast með hátíðarhöldum. Að sögn lögreglu fór hátíðin vel fram. Flestir hafi verið í ökuhæfu ástandi, en einhverjir þurft að bíða með að leggja af stað heim, eins og gengur.

Allt að 3.000 manns voru saman komnir á Borgarfirði um helgina í tilefni tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem þar var haldin í fimmtánda sinn. Til samanburðar búa um 90 manns í þorpinu. Dr Spock, Dúkkulísurnar, GDRN, Jónas Sigurðsson og bræðurnir Friðrik og Jón Jónssynir voru meðal þeirra sem komu fram.

Ljósmynd/Mikael Breki Nesman
mbl.is/Arnar
Bræðslan lætur lítið yfir sér að utan.
Bræðslan lætur lítið yfir sér að utan. mbl.is/Arnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert