Kyn þarf ekki að skipta miklu máli

Ásta Kristjana Sveinsdóttir
Ásta Kristjana Sveinsdóttir Arnþór Birkisson

„Meginreglan á að vera sú að allur sá greinarmunur sem gerður er á fólki verður að vera réttlætanlegur, annars verður fólk fyrir óréttlátri mismunun,“ segir Ásta Kristjana Sveinsdóttir, frumspekingur og prófessor í heimspeki.

Ásta er prófessor við Ríkisháskólann í San Francisco í Kaliforníu og sérhæfir sig í frumspeki, félagsheimspeki og feminískum fræðum.Hún útskrifaðist með BA-gráðu í stærðfræði og heimspeki frá Brandeis-háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum, auk þess að hafa lokið AM-prófi í heimspeki frá Harvard, og doktorsgráðu í heimspeki frá MIT.

Nýlega var bók Ástu, Categories We Live By, gefin út af Oxford University Press, en bókina gefur hún út undir einnefninu Ásta.Bókin fjallar um félagsflokkun og mótun og viðhald félagsflokka, en í henni leggur Ásta fram kenningu sem hún kallar veitindakenningu (e. conferralism).

 „Ég set fram kenningu um hvernig félagslegir flokkar verða til og hvernig þeim er haldið við, til þess að geta beint sjónum að því hvort þeir séu réttlætanlegir eða ekki,“ segir Ásta í samtali við blaðamann. „Viðfangsefni bókarinnar er að skýra frumspekilegar félagsgerðir fólks, hvort sem það eru konur, karlar, útlendingar, innflytjendur, einstæðar mæður eða fleiri,“ segir Ásta í samtali við Sunnudagsblaðið.

Kynstaða er aðstöðubundin

Ásta telur kynstöðu ekki þurfa að skipta eins miklu máli og hún gerir á Íslandi og að hún sé of víða notuð .„Ég held að það skipti miklu máli fyrir íslenskt samfélag að hugsa um kynstöðu og hver tilgangur kynstöðu sé,“ segir Ásta.

Hún segir kynstöðu vera aðstöðubundna, þar sem staðan sé byggð á eiginleikum sem eiga ekki við alls staðar. „Stundum skiptir máli hvort ég er með leg eða brjóst, en oftast skiptir það ekki máli. Stundum er það eina sem skiptir máli hvernig ég lít á sjálfa mig,“ segir Ásta. „Mér finnst að kynstaða eigi ekki að spila það hlutverk í þjóðfélaginu sem hún gerir, en í þjóðfélagi þar sem eru bara tvær kynstöður ætti fólk að geta valið í hvaða kynstöðu það lifir lífi sínu.“

Nánar er rætt við Ástu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert