Mikill fjöldi eldinga í nótt

Ekki er hægt að útiloka að einhverjar eldingar nái niður …
Ekki er hægt að útiloka að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum. AFP

Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt, og telja eldingar líklega einhver hundruð. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn mælast eldingar suður af landinu og fyrir norðan Vatnajökul.

Ekki er hægt að útiloka að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Á vef al­manna­varna er að finna upp­lýs­ing­ar um for­varn­ir og viðbrögð vegna eld­inga. 

Þar seg­ir að forðast eigi vatn, hæðir í lands­lagi og berang­ur, málm­hluti, lít­il skýli og stór tré. „Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri bygg­ing­um eða yf­ir­byggðu öku­tæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.“

Leiki grun­ur á að eld­ingu slái niður ná­lægt fólki og það nái ekki að kom­ast í skjól er því ráðlagt að krjúpa niður á kné, beygja sig fram og styðja hönd­um á hnén, en leggj­ast ekki flatt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert