5% færri gistinætur á hótelum en 14% fleiri á gistiheimilum

Ferðamenn í miðborg Rekjavíkur.
Ferðamenn í miðborg Rekjavíkur. mbl.is/RAX

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um tvö prósent á milli 2018 og 2019. Á hótelum fækkaði gistinóttum um 5% en þeim fjölgaði um 14% á gistiheimilum.

Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að aukið framboð, sérstaklega á minni gistiheimilum, sé líklega ástæða þess að gistinóttum fækki ekki meira þrátt fyrir fækkun ferðamanna.

„Árið í fyrra var mjög gott ár og menn vonuðust náttúrulega til þess að það yrði áfram en svo varð ekki.“ Á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður fækkaði gistinóttum um 10,5%. 1,6% fækkun varð á öðrum tegundum gististaða.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristófer vonbrigði að gistinóttum á vegum Airbnb hafi ekki fækkað meira en raun ber vitni. „Í ljósi þess að nú er verið að grípa til aðgerða og sýslumaðurinn er búinn að herða eftirlit en vonandi skilar það sér til lengri tíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert