Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði: Fótbolti og frjálsar íþróttir

Unglingalandsmót. Þátttakendum er tilhlökkunarefni að mæta á mótið góða.
Unglingalandsmót. Þátttakendum er tilhlökkunarefni að mæta á mótið góða.

Unglingalandsmót UMFÍ verður sett með formlegum hætti á íþróttavellinum á Höfn á morgun, föstudaginn 2. ágúst.

Unglingalandsmótið er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið frá árinu 1992 og unnið sér fastan sess hjá fjölskyldum um allt land sem helsti viðburðurinn um verslunarmannahelgi.

Mótið er fyrir 11-18 ára þátttakendur sem reyna sig við fjölda íþróttagreina. Vinsælustu greinarnar eru knattspyrna, frjálsar íþróttir og körfubolti. Annað í boði er meðal annars bogfimi, hlaupaskotfimi, frisbígolf, glíma, götuhjólreiðar, mótorkross, stafsetning, upplestur og kökuskreytingar. Þá verður hægt að fara í brennibolta, fótboltapool, ringó, ganga á stultum og margt fleira.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elíza Reid forsetafrú ætla ásamt börnum sínum að taka þátt í mótinu. Forsetinn er verndari ungmennafélagshreyfingarinnar. Guðmundur Hjaltason, langafi Guðna Th. Jóhannessonar, var mikill og ötull talsmaður hreyfingarinnar. Átti hann drjúgan þátt í að koma henni á laggirnar skömmu eftir aldamótin 1900 og var annar tveggja fyrstu ritstjóra Skinfaxa, tímarits UMFÍ.

Auk íþróttaiðkunar kemur fjöldi listamanna fram á mótinu sem og vinsælar hljómsveitir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert