Björgunarsveitarfólk hafi unnið afrek

Því miður náðist ekki að bjarga 20 hvölum.
Því miður náðist ekki að bjarga 20 hvölum. Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg

„Staðan er sú að þeir hvalir sem lifðu þetta af eru komnir út á sjó og við vitum ekki deili á þeim í augnablikinu en þeir eru allavega komnir vel frá ströndinni,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur um stöðuna á hvalavöðunni í fjörunni nærri Garðskagavita. 

„Svo eru tuttugu hvalir sem lifðu þetta ekki af og liggja á víð og dreif í fjörunni. Nú er beðið eftir að það falli frá svo að aðilar frá Hafrannsóknastofnun geti sótt sýni úr þeim,“ bætir hún við.

Þegar björgunarsveitamenn komu á svæðið voru þegar nokkrir hvalir dánir.
Þegar björgunarsveitamenn komu á svæðið voru þegar nokkrir hvalir dánir. Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg

Stór hópur fólks var að störfum í nótt við að halda grindhvölunum, sem voru milli 50 og 60 talsins, á lífi. Björgunarsveitir og lögregluyfirvöld komu að aðgerðunum á tíunda tímanum í gærkvöldi en þá voru sjálfboðaliðar þegar mættir á svæðið.

„Nokkrir voru dánir þegar björgunarsveitamenn koma og í nótt var stór hluti þessara hvala dánir og einhverjir dóu eftir því sem leið á morguninn,“ segir Edda og bætir við að björgunarsveitarmenn hafi unnið afrek.

Edda segir björgunasveitamenn hafa unnið afrek.
Edda segir björgunasveitamenn hafa unnið afrek. Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg

Þungir og bera með sér vírusa

Hún telur líklegt að einhverjir hvalir muni stranda aftur og deyja en ef þeir nái fullum bata geti þeir lifað í 40–60 ár. Grindhvalirnir geta lifað í um það bil sólarhring á þurru landi.

Gríðarlega erfitt er að koma hvölunum aftur á flot bæði vegna þyngdar og svo geta þeir borið með sér vírusa sem geta smitast yfir í menn.

„Það er mjög erfitt og yfirleitt þarf að bíða eftir að það flæði að þeim vegna þyngdar og til að koma í veg fyrir meiri skaða. Þeir verða um eitt tonn að þyngd,“ segir Edda.

Færst hefur í aukanna síðustu þrjú ár að hvalir strandi …
Færst hefur í aukanna síðustu þrjú ár að hvalir strandi suður og suðvestur af landi. Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg

Hefur færst í aukanna síðustu þrjú ár

En hvað skýrir þetta?

„Það er eitthvað sem leiðir þá á svona óeðlilegar slóðir og það virðist helst vera aukinn þéttleiki grindhvala suðvestur og vestur af landi,“ útskýrir hún og heldur áfram:

„Þetta er tíminn sem þeir bera kálfa og mögulega eru þeir á nýjum fæðumiðum sem eru háskaleg, allavega í grunnsævinni, þar sem þarna eru sterkir sjávarfallastraumar. Það flæðir hratt undan þeim ef þeir fara í of miklar grynningar og þetta eru djúpsjávarhvalir.“

Henni finnst fjöldi tilfella þar sem hvalir stranda vera sambærilegan og í fyrra en telur að tilfellunum hafi fjölgað undanfarin þrjú ár vegna þéttleikabreytingar á svæðinu.

Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg
Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg
Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg
Guðbrandur Örn Arnarson/Landsbjörg
mbl.is/Alfons
mbl.is/Alfons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert