Lést eftir að hafa fallið í Úlfljótsvatn

Maðurinn sem lést var bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri.
Maðurinn sem lést var bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri. mbl.is

Bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri, sem féll í Úlfljótsvatn í gær, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Maðurinn var við veiðar skammt frá Steingrímsstöð er hann missti fótfestu og féll í vatnið. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar á staðinn um kl. hálfsex í gær og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.

Maðurinn var meðvitundarlaus er hann náðist upp úr vatninu og var ekki með meðvitund er hann var fluttur með þyrlu á Landspítala.

Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og segir lögregla að frekari upplýsinga um það sé ekki að vænta á meðan sú rannsókn stendur yfir.

Frá Úlfljótsvatni.
Frá Úlfljótsvatni. Ljósmynd/Bandalag íslenskra skáta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert