Allir geta hjólað niður Skálafell

Frá því að fyrst var byrjað að hjóla niður brekkurnar í Skálafelli fyrir tæpum áratug hefur aðsóknin aukist smám saman. Búið er að móta þrjár miserfiðar brautir niður brekkurnar en hjólreiðafólkið er ferjað upp á topp í skíðalyftu. Um tvö hundruð manns þeysast niður brekkurnar þegar mest lætur.

Ég fékk að prufa að hjóla niður fjallið á dögunum og þar sem mér tókst að komast niður brekkuna í heilu lagi er líklega óhætt að segja að brautin, sem er kölluð Flowtrail, sé flestum fær. Enda fór ég varlega yfir og lét þeim sem vanari eru að bruna niður gróft landslagið á 60 km/klst. Sem ku vera hámarkshraði hjá þeim djörfustu í brekkunum.  

Aðstaðan var bætt í ár þar sem þriðju brautinni var bætt við og Bob Van Duin sem er rekstrarstjóri staðarins segir aðsóknina nánast hafa tvöfaldast frá því í fyrra. 

Opið er á svæðinu á milli kl. 18. og 21. á þriðjudögum og fimmtudögum og vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við opnun frá kl.11 til 14. á sunnudögum. Um helgina verður mót á svæðinu en einn braut verður haldið opinni fyrir almenning.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna Facebook síðu Skálafell Bike Park.

Í myndskeiðinu er stutt spjall við Bob og myndir af ferðalagi niður brekkuna.

Hjólreiðafólk er ferjað upp á topp í stólalyftum.
Hjólreiðafólk er ferjað upp á topp í stólalyftum. mbl.is/Hallur Már
Brautirnar eru miserfiðar. Þessi er sú auðveldasta og ætti að …
Brautirnar eru miserfiðar. Þessi er sú auðveldasta og ætti að vera flestum fær. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert