Ríkisstjórnin fundar við Mývatn

Ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í mars. Á morgun …
Ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í mars. Á morgun kemur ríkisstjórnin saman á fundi við Mývatn. mbl.is/Árni Sæberg

Árlegur sumarríkisstjórnarfundur verður haldinn við Mývatn á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst. Í fyrra fór sumarfundur ríkisstjórnarinnar fram að Langa­holti í Snæ­fells­bæ og því munu ráðherrarnir færa sig norðar í ár. 


Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum Eyþings, landshlutasamtökum sveitarfélaga á Norðausturlandi, að því er fram kemur til tilkynningu frá Stjórnarráðinu

Sveitarfélög Eyþings eru 13 með liðlega 30.000 íbúa. Sveitarfélögin eru Akureyri, Norðurþing, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð. Á fundinum munu fulltrúar sveitastjórna á svæðinu kynna helstu áherslumál og eiga samræður við ríkisstjórnina.

Í kjölfarið verður haldinn blaðamannafundur sem áætlað er að hefjist klukkan 14:30 á Icelandair hótel Mývatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert