Ekkert varð af Íslandsferð

Super Break skipulagði flug á milli Bretlands og Akureyrar.
Super Break skipulagði flug á milli Bretlands og Akureyrar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Yfir eitt hundrað íbúar á Ermarsundseyjum sem ætluðu að fljúga beint til Íslands frá eyjunni Jersey þurfa að endurskipuleggja sumarfríin sín eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break varð gjaldþrota.

Ferðaskrifstofan, sem hafði verið starfandi í 36 ár, varð gjaldþrota í síðustu viku, sem hafði áhrif á um 53 þúsund manns í tengslum við bókanir 20 þúsund einstaklinga.

Super Break var hluti af Samtökum breskra ferðaskrifstofa og hefur ferðaskrifstofan greint frá því að viðskiptavinir hennar ættu að geta fengið peningana sína endurgreidda.

Að sögn Carl Winn, yfirmanns markaðsmála hjá bókunarfyrirtækinu Co-op, hefur gjaldþrotið  áhrif á 136 viðskiptavini þess. Farþegarnir áttu að fljúga til Íslands í mars á næsta ári, að því er Jersey Evening Post greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert