Spitfire komin til landsins

Spitfire á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Spitfire á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Breska flugvélin Supermarine Spitfire, ein þekktasta flugvél síðari ára, lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Koma vélarinnar er liður í hnattflugi sem er ætlað að vekja athygli á flugvélategundinni, sögu hennar og því mikilvæga hlutverki sem vélar af þessari tegund gegndu í síðari heimsstyrjöldinni.

Bretar framleiddu vel yfir 20 þúsund eintök af Spitfire á árunum 1938 til 1948.

Þessi flugvél er sögð hafa tekið þátt í 51 vopnuðum leiðangri þegar hún var í þjónustu bandamanna í seinna stríðinu og var hlutverk hennar meðal annars að verja sprengjuflugvélar bandamanna fyrir orrustuflugvélum Þýskalands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert