Strætó til heiðurs brautryðjendum

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Anna K. Kristjánsdóttir, Hörður Torfason og …
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Anna K. Kristjánsdóttir, Hörður Torfason og Margrét Pála Ólafsdóttir hjá strætisvagningum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Strætó afhjúpaði í dag heilmerktan strætisvagn í tilefni Hinsegin daganna 2019. Vagninn er til heiðurs þeim sem ruddu brautina og veittu öðrum innblástur í réttindabáráttu hinsegin fólks.

Þetta er í þriðja sinn sem Strætó er virkur þátttakandi í Hinsegin dögum og Gleðigöngunni, að því er segir í tilkynningu.

Þetta ár markar stór tímamót, en Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli og 50 ár eru liðin frá „Stonewall-uppþotunum“ í New York, sem gjarnan eru talin hafa markað upphaf sýnilegrar réttindabaráttu hinsegin fólks á heimsvísu.

Anna Kristjánsdóttir og Hörður Torfason í vagninum.
Anna Kristjánsdóttir og Hörður Torfason í vagninum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hugmyndin á bakvið hönnun vagnsins er að líta um öxl og minnast hugrekkisins og fórnanna sem fylgdi brautryðjendum baráttunnar. Einstaklingar sem ruddu brautina þurftu flestir að takast á við mikið mótlæti, útskúfun og fordóma fyrir það eitt að stíga fram og koma út úr skápnum,“ segir í tilkynningunni.

„Á sama tíma er hönnunin einnig vitnisburður yfir hve mikið hefur áunnist í baráttunni.  Andlit baráttunnar blandast við regnbogann, sem í dag er táknmynd ástar, gleði og fjölbreytileika sem einkennir Pride-hátíðir á heimsvísu.“

Ásýnd vagnsins er í unnin í samvinnu við auglýsingastofuna TVIST og hönnuð af listamanninum Birni Þór Björnssyni, sem gengur einnig undir nafninu Bobby Breiðholt.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Listann, sem Strætó setti saman með aðstoð hinsegin einstaklinga, skipa eftirtaldir aðilar:

Innlendir einstaklingar:

Anna K. Kristjánsdóttir – baráttukona og brautryðjandi í málefnum trans fólks á Íslandi.

Hörður Torfason – listamaður, baráttumaður og fyrsti þjóðþekkti Íslendingurinn sem kom opinberlega út úr skápnum árið 1975.

Guðni Baldursson – Fyrsti formaður Samtakanna ´78  og fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem bauð sig fram til Alþingis.

Páll Óskar Hjálmtýsson – söngvari, lagahöfundur, plötusnúður og leikari.

Margrét Pála Ólafsdóttir – frumkvöðull í uppeldis- og skólamálum, fyrrum formaður Samtakanna ´78  og einn stofnenda Íslensk-lesbíska.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir – baráttumanneskja og formaður samtakanna Trans Ísland.

Alda Villiljós – baráttumanneskja fyrir réttindum kynsegin fólks á Íslandi.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir – leikstjóri og framleiðandi sem hefur í verkum sínum fjallað um mannréttindamál, jafnréttismál og baráttumál hinsegin fólks.

Þorvaldur Kristinsson – rithöfundur, fyrsti forseti Hinsegin daga og fyrrverandi formaður Samtakanna ´78. Árið 2004 var hann sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að mannréttindamálum samkynhneigðra á Íslandi.

Böðvar Björnsson – baráttumaður, pistlahöfundur og fyrrum alnæmisráðgjafi Samtakanna ´78.

Heimir Már Pétursson – fjölmiðlamaður, fyrrum framkvæmdastjóri og einn aðalhvatamanna að baki Hinsegin dögum í Reykjavík.

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir – Talskona Tabú og baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks og fatlaðs fólks.

Jóhanna Sigurðardóttir – fyrsta opinberlega samkynhneigða konan til að gegna starfi forsætisráðherra á heimsvísu.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Erlendir einstaklingar:

Marsha P Johnson – Transkona, dragdrottning og aktivisti fyrir réttindum hinsegin fólks.

Dr. John E Fryer – Bandarískur geðlæknir. Hann er talinn hafa rutt brautina fyrir því að samkynhneigð yrði ekki lengur skilgreind sem geðsjúkdómur.

Laverne Cox – Leikkona, baráttukona og fyrsta transkonan sem var tilnefnd til Emmy verðlauna.

Elton John – Söngvari, lagahöfundur og baráttumaður gegn alnæmi.

Cole Porter – Tónlistarmaður og lagahöfundur.

Harvey Milk – Bandarískur stjórnmálamaður. Hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem var kjörinn í opinbert embætti í Kaliforníu

Gilbert Baker – Baráttumaður, listamaður og hönnuður regnbogafánans sem er notaður á Pride hátíðum á heimsvísu.

Labi Siffre – söngvari, lagahöfundur og ljóðskáld.

Baynard Rustin – Baráttumaður og ráðgjafi Martin Luther King. Að sökum kynhneigðar sinnar starfaði hann að mestu á bakvið tjöldin í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum.

Sylvia Rivera – baráttukona og aktivisti.

Karl Heinrich Ulrichs - brautryðjandi réttindabaráttu samkynhneigðra og af mörgum talinn fyrsti einstaklingurinn sem kom formlega út úr skápnum.

Sylvester James Jr – söngvari og lagahöfundur

Dusty Springfield – söngkona og pródúser

Díana prinsessa – prinsessa og baráttukona

George Michael – söngvari, lagahöfundur, pródúser og baráttumaður

Patti Smith – söngkona, lagahöfundur, rithöfundur og ljóðskáld

Jayne County – söngkona, lagahöfundur, leikkona og pródúser.

Barbara Gittings – aktivisti og rithöfundur

Alan Turing – stærðfræðingur og tölvunarfræðingur. Hann spilaði lykilhlutverk í að brjóta dulkóðun Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni.

Candy Darling - leikkona

Kate Bornstein – rithöfundur, leikskáld, leikkona og kynjafræðingur.

Ellen Degeneres – grínisti, leikkona, rithöfundur og þáttastjórnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert