Röðin rúmlega 1,5 kílómetrar

Fólk gengur fram og svo til baka.
Fólk gengur fram og svo til baka. mbl.is/Þorsteinn

Röð þeirra sem eiga miða á svæði án sæta á tónleikum Ed Sheeran er nú rúmlega 1,5 kílómetra löng og teygir sig allt frá Glæsibæ norður eftir Engjavegi og að Laugardalsvelli. Samkvæmt auglýstri dagskrá er annað upphitunaratriði tónleikanna af þremur þegar hafið, en Sheeran sjálfur á að stíga á svið um klukkan 21.

Horft yfir röðina þar sem hún nálgast tónleikana sjálfa.
Horft yfir röðina þar sem hún nálgast tónleikana sjálfa. mbl.is/Þorsteinn

Blaðamaður mbl.is á staðnum segir að enn bætist í röðina nú um klukkan sjö, og að margir hverjir hafi þurft að ganga frá Laugardalshöll eða -velli að Glæsibæ til þess eins að fara aftast í röðina þar. Þaðan þurfi fólk að ganga til baka, að þessu sinni í röðinni.

Margir hverjir hafa þurft að ganga með fram röðinni frá …
Margir hverjir hafa þurft að ganga með fram röðinni frá Laugardalshöll til að fara aftast. Myndin er tekin á sjöunda tímanum. mbl.is/Þorsteinn

Ofangreint upphitunaratriði, það sem hófst nú klukkan 18.45, er í boði söngkonunnar vinsælu Zöru Larsson og fullyrða má að margir sem bíða í röðinni núna missi af hennar atriði. Á undan henni flutti söngkonan Glowie lög sín en eftir er James nokkur Bay, áður en Sheeran tekur við.

Röð þeirra sem eiga miða í sæti á leikvanginum mun vera mun styttri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert