Skordýraeitrið í innfluttum matvælum

Matvælastofnun staðfestir að klórpyrifos hefur fudnist í matvælum sem flutt …
Matvælastofnun staðfestir að klórpyrifos hefur fudnist í matvælum sem flutt eru til landsins. Dönsk yfirvöld vilja banna innflutning allra slíkra matvæla. mbl.is/Sigurður Bogi

Notkun skordýraeitursins klórpyrifos (e. Clorpyrifos) er ekki heimil á Íslandi, en efnið finnst í matvælum sem flutt eru til landsins. Þetta staðfestir Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun í samtali við mbl.is.

Evrópska matvælaöryggisstofnunin (EFSA) tilkynnti 2. ágúst að ekkert neyslumagn efnisins eða skyldum efnum sé öruggt fyrir heilsu manna og að það getur haft skaðleg áhrif á fóstur í móðurkviði.

Dönsk yfirvöld hafa í framhaldinu ákveðið að láta reyna á innflutningsbann þeirra matvæla sem eitrið finnst í, jafnvel innan þeirra viðmiðunargilda sem evrópskar reglur gera ráð fyrir.

Ingibjörg segir að MAST fylgjast með málinu og að markaðsleyfi efnisins á evrópska efnahagssvæðinu renni út fyrsta janúar, en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort leyfið verði endurnýjað í síðasta lagi í desember.

Spurð hvort leyfilegt sé að flytja inn matvæli þar sem efnið kemur við sögu segir Ingibjörg svo vera og að efnið hafi fundist í matvælum sem eru flutt til landsins.

Klórpyrifos er notað á sítrusávexti.
Klórpyrifos er notað á sítrusávexti. mbl.is/Árni Sæberg

Innan leyfilegra hámarksgilda

„Þetta er helst í matvælum með óætt hýði eins og sítrusávextir og bananar,“ segir fagsviðsstjórinn og bendir á aðeins sé heimilt að nota efnið á ákveðin matvæli. Þá dragi það verulega úr áhrifum þess að hýði sé ekki borðað með og bendir hún á að efnið hafi aðeins mælst innan leyfilegra hámarksgilda.

Hvað varðar niðurstöðu rannsókna á áhrifum efnisins er um að ræða uppsöfnuð langtímaáhrif, en ekki er æskilegt að hafa efnið í þeim hluta matvæla sem borðaðar eru, að sögn Ingibjargar. Þá sé niðurstaða EFSA bráðabirgðaniðurstaða og mun MAST fylgjast grannt með framvindu málsins.

Spurð um mögulegar takmarkanir á innflutning þessara vara til Íslands eins og í tilviki Danmerkur, segir hún slíkar ákvarðanir vera undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu komið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert