Ljósmynd og farsímagögn koma að notum

Frá leitinni við ÞIngvallavatn á sunnudag.
Frá leitinni við ÞIngvallavatn á sunnudag. mbl.is/Sigurður Bogi

Leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið útbyrðis úr kajak á laugardag verður haldið áfram í dag. Hefur leitarsvæðið verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. 

Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Landsbjörg munu vera við leit í vatninu í dag, en eingöngu verður leitað með köfurum. 

Aðstæður í vatninu eru erfiðar. Vatnið er 85 ferkílómetrar, kalt og djúpt. Það gerir leitarmönnum erfiðara fyrir að ekki er vitað hvar nákvæmlega maðurinn setti kajak sinn á flot. Á vef RÚV kemur fram að ljósmynd sem maðurinn sendi móður sinni skömmu fyrir bátsferðina gefi vísbendingar um hvaðan hann fór út á vatnið. Hefur ljósmyndin auk farsímagagna hjálpað til við að þrengja leitarsvæðið. 

Hingað til hef­ur verið leitað út frá því að maður­inn gæti hafa flotið upp með botn­straumi. Sú leit hef­ur þó ekki borið ár­ang­ur en bát­ur og bak­poki manns­ins fundust syðst í Þing­valla­vatni, við Vill­inga­vatn. 

Lögregla telur „yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ vera á því að maður­inn hafi fallið út­byrðis, en strekk­ings­vind­ur hef­ur verið á svæðinu og aðstæður til sigl­inga ekki verið góðar. 

Að sögn belg­ískra fjöl­miðla er maður­inn hinn 41 árs gamli Bjorn De­becker, verk­fræðing­ur og tveggja barna faðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert