Bílstjóri Dr Strangelove

mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Vilhjálmur Stefánsson er íslenskættaður listamaður frá Berkeley í Kaliforníu. Um helgina verður sýning á verkum hans opnuð í Hannesarholti, en sýningin, sem spannar langan feril listamannsins, mun standa yfir til 31. ágúst.  

Jón lagði stund á myndlist í UC Berkeley-listaakademíunni á tímum mikilla óeirða, nemendauppreisna og mótmæla. „Ég var í miðju óeirðanna. Ég skapaði list í vöruskemmu í Oakland, rétt hjá höfuðstöðvum Svörtu pardusanna, ég fór á Grateful Dead-tónleika, ég var hippi með sítt hár en tók aldrei virkan þátt í mótmælunum. Ég svaraði óeirðunum með listsköpun,“ rifjar Jón upp.

„Ég kunni aldrei sérstaklega að meta mótmælin. Ég vildi læra, ég vildi skapa list og ég var hræddur um að valda móður minni vandræðum. Hefði ég tekið þátt í mótmælunum hefði ég misst vinnu mína hjá háskólanum, ég hefði heldur ekki getað verið nemandi þar lengur.“
Margir í kringum hann voru virkir þátttakendur í mótmælunum. „Sum þeirra eru jafnvel ennþá í stjórnmálum. En það voru líka margir á jaðrinum, eins og ég, sem flutu í gegnum þetta tímabil. Við vorum áhorfendur frekar en þátttakendur.

Það var yfirleitt mjög gaman að alast upp í Berkeley. Fyrir utan óeirðirnar,“ bætir Jón látlaust við

Skutlaði föður vetnissprengjunnar

Á sjöunda áratugnum starfaði Jón sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var ungverski eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick.

„Ég keyrði Teller til og frá vinnu, og í rauninni út um allt, segir Jón. „Hann var mjög líkur Dr Strangelove í hegðun. Hann var mjög ákafur. Hann skipti oft um umræðuefni tvisvar eða þrisvar sinnum í hverri setningu. En hann var ótrúlega áhrifamikill.“

Edward Teller var einn helsti málsvari kjarnorkuvopna á tímum kalda stríðsins og hafði mikil áhrif í stigmögnun á framleiðslu kjarnorkuvopna Bandaríkjamanna.

„Hann var mjög ræðinn á morgnana, næstum því kátur, en þegar ég keyrði hann heim var hann útbrunninn. Þá var hann oft önugur og þreyttur,“ rifjar Jón upp. „Hann var úr öðrum heimi, handan þess sem ég gat nokkurn tíma skilið.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert