Leituðu að vopnuðum manni í Breiðholti

Tilkynningin var tekin „mjög alvarlega“ að sögn lögreglu.
Tilkynningin var tekin „mjög alvarlega“ að sögn lögreglu. mbl.is/Eggert

Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu.

Tilkynningin var tekin „mjög alvarlega“ að sögn lögreglu og viðbúnaður í samræmi við hana.

Ítarleg leit að manninum stóð yfir í um það bil eina og hálfa klukkustund, segir í tilkynningu lögreglu, en hún skilaði ekki árangri og var hætt.

Einnig var farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum í hverfinu, en það skilaði heldur ekki árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert