Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki …
Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki lengur. Í baksýn er horft til Þórisjökuls, sem gæti einnig horfið líkt og fleiri íslenskir jöklar ef loftslag heldur áfram að hlýna eins og spáð er. mbl.is/RAX

Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands.

Sem kunnugt er var jökullinn Ok kvaddur formlega um síðustu helgi. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur sem fylgst hefur með íslenskum jöklum áratugum saman, sagði í janúar 2014 í samtali við Morgunblaðið að Ok væri þá líklega úr sögunni sem jökull.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Tómas að þegar landið var numið hefðu jöklarnir verið miklu minni en þeir urðu síðar með kólnandi loftslagi. Þeir hafa bæði hopað og stækkað í aldanna rás í takti við ríkjandi hita á hverjum tíma.

Svonefnd jafnvægislína er neðri mörk þess svæðis þar sem snjór situr eftir að hausti. Neðan við hana bráðnar yfirleitt allur snjór að sumri. Línan liggur nú á 1.100 til 1.400 m y.s. bili á jöklum í grenndinni við Ok í flestum árum og er því rétt um efsta punkt Oks sem er um 1.200 metrar að hæð. Eiríksjökull nær hins vegar upp í 1.675 metra hæð, Snæfellsjökull í 1.446 metra, Langjökull í um 1.400 metra og Þórisjökull í um 1.330 metra hæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert