Ömurlegasta sumar í áratugi

Hrakin hey. Ekki verða mikil verðmæti úr heyinu sem liggur …
Hrakin hey. Ekki verða mikil verðmæti úr heyinu sem liggur í görðum á túnum sem bóndinn á Syðri-Brekkum nytjar á nágrannajörð. Þarna hefur það legið í úrkomu og þoku í á þriðju viku. Þá standa grös óslegin á mörgum túnum. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi.

Fyrir norðan hafa verið þokur dögum og vikum saman og úrkoma. Það bitnar á fólki og hafa bændur átt í erfiðleikum með að ná nothæfum heyjum.

„Hér hefur allt verið grátt í sumar, blautt og kalt. Hreinasta hörmung. Við í vinkvennahópnum lýsum þessu sem ömurlegasta sumri í lífi okkar,“ segir Líney Sigurðardóttir á Þórshöfn, fréttaritari Morgunblaðsins.

Óvanalega miklar þokur

„Þetta er með verstu sumrum. Það hafa verið óvanalega miklar þokur og úrkoma og erfitt með heyskap. Svo er allt of kalt,“ segir Kristín Kristjánsdóttir, fyrrverandi bóndi á Syðri-Brekkum um sumarveðráttuna í  Morgunblaðinu í dag. Líney segir að fólk sé pirrað vegna veðurlagsins. „Maður verður argur yfir því að geta ekki lokið við það sem ætlunin var að gera í garðinum í sumar,“ segir hún um áhrif á dagleg störf íbúana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert