Hvalur í fjörunni við Eiðistorg

Björgunarsveitarmenn í blautbúningum reyna að koma hvalinum út úr fjörunni.
Björgunarsveitarmenn í blautbúningum reyna að koma hvalinum út úr fjörunni. mbl.is/Hallur Már

Verið er að reyna að koma hval á haf út sem er í fjörunni á móts við Eiðistorg. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg barst tilkynning um hvalinn rétt fyrir ellefu í morgun og hefur ein björgunarsveit í Reykjavík verið kölluð út.

Hvalurinn er í fjörunni í Káravík.

Hvalurinn er nokkuð vankaður að sjá að sögn myndatökumanns mbl.is …
Hvalurinn er nokkuð vankaður að sjá að sögn myndatökumanns mbl.is á vettvangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar, segir í samtali við mbl.is. að um sé að ræða ungan grindhval sem sé um 3 metrar að lengd. „Hann er búinn að vera lómandi hér fyrir utan Grandann frá því fyrir klukkan átta í morgun. Svo smám saman hefur hann verið að færast hingað nær og nú er hann kominn hér í fjöruna við Grandann,“ segir hún. Hvalurinn syndi stöðugt í hringi og því sé ekki eins og hann sé fastur, en hann syndi þó alltaf aftur að landi.

Fjöldi manns hefur safnast saman til að fylgjast með björgunaraðgerðunum.
Fjöldi manns hefur safnast saman til að fylgjast með björgunaraðgerðunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hann er að einhverju leyti lemstraður,“ segir Steinunn og kveður lögreglu og nokkurn hóp áhorfenda verið kominn á staðinn.

Björgunarsveit sé svo á leiðinni og til standi að björgunarsveitarmenn fari í blautgalla og reyni að koma hvalnum út aftur.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Hvalurin syndir í hringi og leitar stöðugt aftur upp í …
Hvalurin syndir í hringi og leitar stöðugt aftur upp í fjöruna við Eiðsgranda. mbl.is/Hallur Már

 

Uppfært 12:15. Sex björgunarsveitarmenn í flotgöllum vinna nú að því að reyna að koma hvalnum út, en að sögn myndatökumanns mbl.is á vettvangi virðist nokkuð vera af hvalnum dregið

Sex björgunarsveitarmenn vinna nú að því að koma hvalnum út.
Sex björgunarsveitarmenn vinna nú að því að koma hvalnum út. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert