Ferðuðust fyrir 3 milljarða króna

Ferðakostnaður Háksóla Íslands nam 1,7 milljörðum króna árin 2015 til …
Ferðakostnaður Háksóla Íslands nam 1,7 milljörðum króna árin 2015 til 2018. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferðakostnaður Háskóla Íslands var 1,7 milljarðar króna árin 2015 til 2018 sem nemur 55% alls ferðakostnaðar stofnanna sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið, en hann var 3,1 milljarðar króna á þessu tímabili.

Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins.

Þá var ferðakostnaður Raunvísindastofnun Háskólans 329 milljónir króna á þessu tímabili og var hann næst mestur allra stofnanna.

Ferðakostnaður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís) 216 milljónir króna á þessum árum, Landbúnaðarháskóla Íslands 106,5 milljónir, Háskólans á Akureyri 101,5 milljónir, Sinfóníuhljómsveit Íslands 87 milljónir og Fjölbrautarskólans í Breiðholti 48,7 milljónir.

Aðrar stofnanir voru með lægri kostnað, en þær eru 50 talsins og voru með samanlagðan ferðakostnað sem nam 541,7 milljónum króna á þessum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert