Menntamálaráðherrann vill handritin heim

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra (t.h.) skoðar gömul íslensk handrit í Árnastofnun …
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra (t.h.) skoðar gömul íslensk handrit í Árnastofnun undir leiðsögn Guðrúnar Nordal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin veitti í gær Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra samþykki til þess að hefja viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

Mikill fjöldi handrita er enn ytra, en ráðherrann segir áhuga Dana á þessari menningararfleifð fara dvínandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Mál sé því að Íslendingar endurheimti ritin. Í gær skoðaði ráðherrann handrit í Árnastofnun í Reykjavík, meðal annars það sem hefur að geyma helgikvæðið Lilju eftir Eystein Ásgrímsson munk. Máltækið segir að þá Lilju vildu allir kveðið hafa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert