Heimsókn Mikes Pence í myndum

Varaforsetahjón Bandaríkjanna, þau Mike og Karen Pence við komuna til …
Varaforsetahjón Bandaríkjanna, þau Mike og Karen Pence við komuna til landsins. mbl.is/Hari

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og vara­for­setafrúin Karen Pence lentu hér á landi í hádeginu. Þau virt­ust létt í lund þegar þau lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli og brostu sínu breiðasta þegar þau stigu úr flug­vél­inni.

Fjölmiðlafólk og ljósmyndarar hafa fylgt þeim hvert fótmál og mikill viðbúnaður er hjá lögreglu og sérsveit líkt og meðfylgjandi myndasyrpa sýnir.

Varaforsetahjónin ferðuðust líkt og hefð er fyrir með Air Force …
Varaforsetahjónin ferðuðust líkt og hefð er fyrir með Air Force 2, einkaflugvél embættis varaforetans. mbl.is/​Hari

Mik­ill viðbúnaður var til að mynda við Höfða þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú tóku á móti Pence-hjónunum. Pence þakkaði þeim fyr­ir hlýj­ar mót­tökur en þetta er í fyrsta sinn sem þau hjónin koma til lands­ins. 

George Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar bíður hér Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna …
George Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar bíður hér Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og Karen konu hans velkomin til landsins. mbl.is/​Hari

Varaforsetinn hefur í dag einnig setið viðskiptaþing íslensks og bandarísks viðskiptafólks og hóf Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra þingið með því að bjóða Pence vel­kom­inn til lands­ins. „Þetta er sögu­leg­ur viðburður,“ sagði Guðlaug­ur Þór.

Það var löng bílalest sem hélt með varaforsetann frá Keflavíkurflugvelli …
Það var löng bílalest sem hélt með varaforsetann frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. mbl.is/​Hari
Götum var víða lokað og umferð takmörkuð.
Götum var víða lokað og umferð takmörkuð. mbl.is/Árni Sæberg
Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna komu Mike Pence varaforseta …
Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Varaforsetinn fundaði í Höfða með forseta Íslands.
Varaforsetinn fundaði í Höfða með forseta Íslands. mbl.is/Árni Sæberg
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid við Höfða í dag.
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid við Höfða í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Varaforsetinn veifar við komuna í Höfða.
Varaforsetinn veifar við komuna í Höfða. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna við komuna í Höfða.
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna við komuna í Höfða. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Starfsfólk Arion banka í Borgartúni fylgist grannt með komu Mike …
Starfsfólk Arion banka í Borgartúni fylgist grannt með komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í Höfða. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mikill viðbúnaður var við Höfða og fylgdust vopnaðir sérsveitarmenn með …
Mikill viðbúnaður var við Höfða og fylgdust vopnaðir sérsveitarmenn með umhverfinu af húsþaki í nágrenninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þyrlu var einnig flogið yfir í nágrenni Höfða til að …
Þyrlu var einnig flogið yfir í nágrenni Höfða til að fylgjast með umhverfinu. mbl.is/Árni Sæberg
Karen Pence, varaforsetafrú Bandaríkjanna, og Eliza Reed forsetafrú Íslands. Regnbogalitt …
Karen Pence, varaforsetafrú Bandaríkjanna, og Eliza Reed forsetafrú Íslands. Regnbogalitt armband sem íslenska forsetafrúin ber á fundinum hefur vakið athygli margra. mbl.is/​Hari
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna. …
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna. Armband frá Krafti, styrktarfélags ungs fólks með krabbameins, sem Guðni er með á hendinni hefur vakið nokkra athygli. mbl.is/​Hari
Fyrirtækið Advania, sem er í nágrenni Höfða flaggaði fána hinsegin …
Fyrirtækið Advania, sem er í nágrenni Höfða flaggaði fána hinsegin fólks í tilefni dagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fjöldi félagasamtaka, þar á meðal Samtökin '78, hafa boðað til …
Fjöldi félagasamtaka, þar á meðal Samtökin '78, hafa boðað til mótmæla vegna heimsóknar Pence. Ljósmynd/Efling
Hin bandaríska Karen Pease mætti bikiníklædd að höfða með páfagauk …
Hin bandaríska Karen Pease mætti bikiníklædd að höfða með páfagauk til að mótmæla stefnu bandarískra stjórnvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Að loknum fundi þeirra Pence og Guðna tók við viðskiptaþing …
Að loknum fundi þeirra Pence og Guðna tók við viðskiptaþing íslensks og bandarísks viðskiptafólks. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hóf þingið með því að bjóða Pence vel­kom­inn til lands­ins. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert