Gjaldkeri UMFG ákærður fyrir fjárdrátt

Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. mbl.is/ÞS

Fyrrverandi gjaldkeri Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir rúmlega 12 milljón króna fjárdrátt af reikningum félagsins yfir sex ára tímabil. Er hann jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt fjármunina í eigin þágu.

Maðurinn var ólaunaður stjórnarmaður í félaginu um langt skeið, meðal annars gjaldkeri. Er hann samkvæmt ákæru málsins talinn hafa dregið sér samtals 12.337.897 krónur í 248 millifærslum. Flutti hann peninga af fjórum reikningum ungmennafélagsins yfir á eigin reikninga, eða reikninga ófjárráða dóttur sinnar. 

Fyrstu millifærslurnar sem ákært er fyrir áttu sér stað í mars árið 2011 og tók maðurinn reglulega tugi þúsunda út af reikningum félagsins fram í október árið 2017. Hæstu einstöku millifærslurnar voru 250 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert