Indlandsforseti kominn til Íslands

Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er kominn í opinbera heimsókn …
Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er kominn í opinbera heimsókn til Íslands. AFP

Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, og Savita Kovind forsetafrú eru komin til Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti í samtali við mbl.is að vél forsetans hefði lent á Keflavíkurflugvelli um hálffimmleytið í morgun.

Þetta er fyrsta heimsókn forsetans til norræns ríkis, en heim­sókn­ forsetahjónanna hefst með form­legri mót­töku­at­höfn á Bessa­stöðum í fyrramálið. Kovind mun einnig flytja fyrirlestur í Há­skóla Íslands þann dag um áherslur Indlands og Íslands á umhverfismál og er sá fyrirlestur opinn al­menn­ingi.

Síðdeg­is mun Indlandsfor­seti svo heim­sækja höfuðstöðvar Mar­els í Garðabæ og kynna sér starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, en for­setafrú­in mun skoða um­hverf­i­s­væna græn­met­is­rækt­un hjá Lambhaga og fræðast um starf­semi Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Að kvöldi þriðju­dags­ins verður for­seta­hjón­un­um svo boðið til hátíðar­kvöld­verðar í boði for­seta og for­setafrú­ar á Bessa­stöðum.

Á miðviku­degi munu for­seta­hjón Ind­lands skoða þjóðgarðinn á Þing­völl­um og sitja svo há­deg­is­verð í boði Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra en halda af landi brott að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert