Kjúklingur innkallaður vegna gruns um salmonellu

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302 …
Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302 seldar undir vörumerki Holta, Kjörfugls og Krónunnar. mbl.is/Júlíus

Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun kom upp grunur um að salmonella hefði greinst í tveimur kjúklingahópum Reykjagarðs. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302 seldan undir vörumerki Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Dreifing hefur verið stöðvuð og innköllun afurða hafin.

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir  skila inn vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningu vegna málsins að ekki liggi fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert