Ólafur Ragnar og Indlandsforseti ræddu málin

Vel fór á með Shri Ram Nath Kovind, forseta Indlands, …
Vel fór á með Shri Ram Nath Kovind, forseta Indlands, og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, í móttöku forsetahjónanna síðdegis. mbl.is/Árni Sæbærg

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var á meðal gesta í móttöku sem haldin var til heiðurs for­seta Ind­lands, Shri Ram Nath Kovind, og Sa­vitu Kovind for­setafrú, sem komu til landsins í dag. 

Móttakan fór fram síðdegis á Hilton Reykjavík Nordica og heilsuðu forsetahjónin meðal annars upp á Indverja sem búsettir eru hér á landi. Þá steig Geir Ólafsson á svið og flutti nokkur lög. 

Geir Ólafsson ávarpaði gesti og tók lagið.
Geir Ólafsson ávarpaði gesti og tók lagið. mbl.is/Árni Sæberg

Þetta er fyrsta heim­sókn for­set­ans til nor­ræns rík­is, en heim­sókn­ for­seta­hjón­anna hefst formlega á morgun með mót­töku­at­höfn á Bessa­stöðum í fyrra­málið. Kovind mun einnig flytja fyr­ir­lest­ur í Há­skóla Íslands þann dag um áhersl­ur Ind­lands og Íslands á um­hverf­is­mál og er sá fyr­ir­lest­ur op­inn al­menn­ingi.

Síðdeg­is mun Ind­lands­for­seti svo heim­sækja höfuðstöðvar Mar­els í Garðabæ og kynna sér starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, en for­setafrú­in mun skoða um­hverf­i­s­væna græn­met­is­rækt­un hjá Lambhaga og fræðast um starf­semi Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Að kvöldi þriðju­dags­ins verður for­seta­hjón­un­um svo boðið til hátíðar­kvöld­verðar í boði for­seta og for­setafrú­ar á Bessa­stöðum.

Á miðviku­degi munu for­seta­hjón Ind­lands skoða þjóðgarðinn á Þing­völl­um og sitja svo há­deg­is­verð í boði Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra en halda af landi brott að því loknu.

Fjölmennt var á Hilton Reykjavík Nordica síðdegis þar sem tekið …
Fjölmennt var á Hilton Reykjavík Nordica síðdegis þar sem tekið var á móti indversku forsetahjónunum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert