Reynir á öll skynfærin að keyra rússajeppann

Árni Long og rússajeppinn sem vekur mikla athygli. Hann lýsir …
Árni Long og rússajeppinn sem vekur mikla athygli. Hann lýsir bílnum sem núvitundartæki. mbl.is/​Hari

„Það er einhvern veginn eins og þetta hafi átt að gerast, að ég myndi komast yfir svona bíl og keyra um á honum,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi.

Árni hefur vakið athygli á götum borgarinnar síðustu vikur og mánuði þar sem hann keyrir um á nýuppgerðum rússajeppa merktum brugghúsinu. Í ljós kemur að bæði á umræddur rússajeppi langa sögu hér á landi og rússajeppar hafa fylgt Árna frá blautu barnsbeini.

Pabbi Árna og nafni, Árni Long, átti GAZ-rússajeppa 1959-árgerð stóran hluta af æskuárum hans á Patreksfirði. „Ég var enn svo ungur þegar pabbi losaði sig við sinn síðasta rússa að ég fékk aldrei að keyra hann. Sá bíll var reyndar mest notaður sem veiðibíll en ég sat í honum innanbæjar og þessir bílar hafa alltaf kitlað mig,“ segir bruggmeistarinn.

Sjá samtal við Árna um rússajeppann í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert